Byrjun haustannarinnar

Nú er kórinn byrjaður að æfa af fullum krafti en í tilefni af 10 ára starfsafmæli kórsins mun hann endurflytja jólaverkið Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten og frumflytja lagaflokk sem er afmælisgjöf til kórsins. Fulltrúar kórsins ásamt Margréti kórstjóra heimsóttu Jón Atla rektor háskólans og kynntu fyrir honum starfsemi kórsins og komandi söngár.

Æfingabúðir eru á næsta leyti og þar mun verða æft stíft, sungið mikið og sofið lítið, eins og hefð hefur verið fyrir.

Hér er svo mynd frá síðustu kórbúðum =)

kórmynd

Færðu inn athugasemd

Filed under Uncategorized

Jólasöngar og Ceremony of Carols

jólatónleikar des 2013

Færðu inn athugasemd

6.12.2013 · 10:21

Brahms og Britten í Gerðubergi

Kórinn hélt nýverið tónelika í Menningarmiðstöðunni Gerðubergi þar sem fluttir voru Ástarljóðavalsar eftir Jóhannes Brahms, lög eftir Benjamin Britten, íslensk kórlög og einleiksverk fyrir píanó og klarinett. Marie Huby lék undir á píanó og fyrrverandi og núverandi kórmeðlimir, þær Katrín Andrésdóttir og Kristín Þóra Pétursdóttir léku einleik á píanó og klarinett. Einsöngvari var Anna Sólveig Árnadóttir.

Tónleikarnir voru afar vel sóttir en yfir 70 manns sátu og hlýddu. Kórinn verður næst með tónleika í Hátíðarsal Háskóla Íslands þann 1. desember og flytur þá Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten á þessum fyrsta degi aðventunnar.

131022_tonleikar_augl

Færðu inn athugasemd

Filed under Fréttir

Kvennakór Háskólans í Manitoba

Síðastliðinn þriðjudag, 1. maí, söng kórinn með Kvennakór Háskólans í Manitoba og Kvennakór Kópavogs í Háteigskirkju.

Kvennakór Háskólans í Manitoba (eða University of Manitoba Women’s Chorus, eins og hann heitir) var stofnaður árið 1990. Hann hefur komið fram á ýmsum tónlistarhátíðum um allt Kanada og í Kanadíska ríkissjónvarpinu. Stjórnandi kórsins er Dr. Elroy Friesen. Kórinn er hér í tónleikaferðalagi ásamt 7 manna brass-sveit, en öll eru þau nemendur við tónlistardeild Háskólans í Manitoba. Kórinn og hjómsveitin voru alveg frábær og við hvetjum alla sem hafa gaman af kórsöng til að mæta á þá viðburði sem þau koma fram á!

Hér er ný og uppfærð dagskrá:

Föstudagur 4. maí
12:30 – Háskólatorg
19:30 – Digraneskirkja, ath. að það er óleypis á tónleikana

Sunnudagur 6. maí
11:00 – Messa í Háteigskirkju
17:00 – Fríkirkjan

Mánudagur 7. maí
17:00 – Hof á Akureyri, ath. að það er ókeypis á tónleikana

Sunnudagur 13. maí
11:00 – Messa í Hallgrímskirkju

Færðu inn athugasemd

Filed under Viðburðir

Tónleikar með Kvennakór Háskólans í Manitoba!

Um þessar mundir er University of Manitoba Women’s Chorus, ásamt sjö manna málmblásarasveit, í tónleikaferðalagi á Íslandi. Kvennakór Háskóla Íslands syngur nokkur lög með þeim á tónleikum þann 1. maí næstkomandi í Háteigskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er ókeypis inn.

Kórinn frá Manitoba syngur einnig á Háskólatorgi föstudaginn 4. maí kl. 12:30 og heldur tónleika í Digraneskrikju sama kvöld kl. 20. Auk þess ætlar kórinn að ferðast um landið og syngur meðal annars í Hofi á Akureyri 7. maí.

Kvennakór Háskólans í Manitoba, auglýsing.

Færðu inn athugasemd

Filed under Viðburðir

Tónleikar í Borgarfirði!

Kórinn heldur tónleika á morgun, laugardaginn 21. apríl kl. 15, í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Með Kvennakórnum verður Reykholtskórinn. Á efnisskránni eru íslensk vorlög og fjölbreytt kórtónlist. Það kostar 2000 kr. inn.

Færðu inn athugasemd

Filed under Viðburðir

Vortónleikar!

Kvennakór Háskóla Íslands heldur vortónleika sína með yfirskriftinni „Vorgleði“ næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 16:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Á efnisskrá eru íslensk vorlög og kórlög frá 10 löndum. Stjórnandi kórsins er Margrét Bóasdóttir. Aðgangseyrir er 2000 kr., en 1500 kr. fyrir námsmenn. Kaffiveitingar verða í hléi í boði kórsins.

The Women‘s Choir of the University of Iceland will perform its spring concert next Thursday, the 19th of April at 16:00 in the Festival Hall of the University. The program will feature Icelandic choir music and songs from 10 countries. The choir‘s conductor is Margrét Bóasdóttir. Admission is 2000 kr., 1500 kr for students. The choir invites the guests to coffee and cakes during the intermission.

Vortónleikar KKHÍ

Færðu inn athugasemd

Filed under Viðburðir